Árni Páll formaður Tryggingastofnunar

Þorsteinn Víglundsson og Árni Páll Árnason.
Þorsteinn Víglundsson og Árni Páll Árnason. Ljósmynd/velferðarráðuneytið

Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hefur verið skipaður formaður Tryggingastofnunar ríkisins.

Þetta kemur fram á heimasíðu velferðarráðuneytisins en félags- og jafnréttismálaráðherra, Þorsteinn Víglundsson, skipaði nýja stjórn á grundvelli laga um almannatryggingar.

Héðinn Svarfdal, verkefnastjóri hjá landlækni, er varamaður Árna Páls. Aðrir fulltrúar í stjórn voru tilnefndir af þingflokkum á Alþingi. 

Aðalmenn

  • Árni Páll Árnason, formaður stjórnarinnar
  • Ásta Möller varaformaður
  • Guðlaug Kristjánsdóttir
  • Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
  • Sigrún Aspelund

Varamenn

  • Héðinn Svarfdal Björnsson
  • Petrea Ingibjörg Jónsdóttir
  • Dagný Rut Haraldsdóttir
  • Bergþór Heimir Þórðarson
  • Halldóra Magný Baldursdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert