Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hefur verið skipaður formaður Tryggingastofnunar ríkisins.
Þetta kemur fram á heimasíðu velferðarráðuneytisins en félags- og jafnréttismálaráðherra, Þorsteinn Víglundsson, skipaði nýja stjórn á grundvelli laga um almannatryggingar.
Héðinn Svarfdal, verkefnastjóri hjá landlækni, er varamaður Árna Páls. Aðrir fulltrúar í stjórn voru tilnefndir af þingflokkum á Alþingi.