Úrskurðaður látinn á spítalanum

Frá aðgerðum lögreglu í Mosfellsdal.
Frá aðgerðum lögreglu í Mosfellsdal. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður um fertugt var úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi í kvöld, en þangað var hann fluttur eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í Mosfellsdal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Segir þar að lögreglu hafi borist tilkynning um árásina kl. 18.24 og fjölmennt lið farið þegar á vettvang. Rannsókn málsins er þá sögð umfangsmikil, og að fimm karlar og ein kona hafi verið handtekin í þágu hennar.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu, að sögn lögreglu.

„Við erum að rann­saka þarna mjög al­var­legt mál, al­var­lega lík­ams­árás. Það hafa verið hand­tekn­ir menn í tengsl­um við það,“ sagði Grím­ur Gríms­son, yf­ir­maður miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar, í sam­tali við mbl.is fyrr í kvöld, en lögreglan hefur fram til þessa varist allra fregna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka