Umferðaróhapp varð á Akureyri

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. mbl.is/Skapti

Umferðaróhapp varð á gatnamótum Hlíðarbrautar og Krossanesbrautar á Akureyri um hálfníuleytið í gærkvöldi.

Ökumaður sem er grunaður um ölvun við akstur virti ekki biðskyldu og ók á vinstra framhorn annars bíls.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist enginn í óhappinu og lítið tjón varð á bílunum tveimur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert