Sterk staða meirihlutans

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Ómarsson

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Bjartr­ar framtíðar hef­ur fallið en Vinstri græn­ir sækja í sig veðrið, sam­kvæmt skoðana­könn­un sem Gallup gerði fyr­ir Viðskipta­blaðið um fylgi fram­boðslista til borg­ar­stjórn­ar.

Staða meiri­hlut­ans í borg­inni er sterk, sam­kvæmt könn­un­inni.

Þar kem­ur fram að hann er með nán­ast sama fylgi og hann fékk í kosn­ing­un­um árið 2014, eða 61,4%.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mæl­ist 22,3% sam­an­borið við 31,95 í kosn­ing­un­um.

Fylgi Bjartr­ar framtíðar fer úr 15,6% í 4,6%.

Vinstri græn­ir hafa aft­ur á móti tvö­faldað fylgi sitt. Þeir mæl­ast með 20,8% at­kvæða en þeir fengu 8,3% at­kvæða árið 2014.

Fylgi Pírata mæl­ist 13,7% en í kosn­ing­un­um var það 5,9%. Í sept­em­ber 2015 var fylgi flokks­ins komið í 27,5%.

Sjálf­stæðis­menn mæl­ast með 26,8% fylgi en voru með 25,7% í kosn­ing­un­um og er fylgi flokks­ins því nán­ast óbreytt.

Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­ir mæl­ast með 6,9% fylgi en flokk­ur­inn fékk 10,7% í kosn­ing­un­um árið 2014.

Aðrir flokk­ar mæl­ast með 4,8% í könn­un Gallup.

Sam­fylk­ing­in, Björt framtíð, Vinstri græn­ir og Pírat­ar mynduðu meiri­hluta eft­ir kosn­ing­arn­ar í maí 2014. Þeir fengu sam­tals 61,7% í kosn­ing­un­um og 9 borg­ar­full­trúa af 15.

Sjálf­stæðis­menn, sem eru í minni­hluta, fengu 25,7% í kosn­ing­un­um og fjóra borg­ar­full­trúa. Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­ir fengu 10,7% og tvo borg­ar­full­trúa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert