Draga verður úr skattbyrði

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og borgarfulltrúi.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og borgarfulltrúi. mbl.is/Ómar

„Hækkun á fasteignamati og hærri fasteignagjöldum í kjölfarið er enn ein birtingarmynd skipulagsstefnu Reykjavíkurborgar. Skortur á lóðum hefur verið einn helsti þáttur hækkandi fasteignaverðs enda lóðaverð hækkað úr fjórum prósentum í yfir 20 prósent sem hlutfall af fasteignaverði,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

„Ég lagði til í borgarráði að hafin yrði vinna strax við undirbúning lækkunar á fasteignaskatti hjá borginni vegna hækkunar fasteignamats. Við verðum að hafa í huga að fasteignamat er komið langt umfram alla eðlilega verðlagsþróun. Draga verður úr skattbyrði borgarbúa.“

Nýtt fasteignamat tekur gildi 1. janúar 2018. Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 14,5%, um 12,5% á Suðurnesjum, um 14% á Vesturlandi, 8,6% á Vestfjörðum, 12,2% á Norðurlandi vestra, 12,4% á Norðurlandi eystra, 6,4% á Austurlandi og um 12,9% á Suðurlandi. Fasteignamat hækkar mest í Kjósarhreppi, eða um 41,3%, um 27,5% í Norðurþingi, um 25,9% í Reykhólahreppi og 25,2% í Skorradalshreppi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert