Boðar til landsfundar í haust

mbl.is/Hjörtur

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tilkynnt flokksmönnum að landsfundur flokksins fari fram í byrjun nóvember. Nánar tiltekið dagana 3.-5. nóvember. Síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram haustið 2015 en fundurinn er að jafnaði haldinn annað hvert ár.

Hefðbundin landsfundarstörf fara fram á fundinum eins og mótun grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins og val á forystu flokksins. Þar á meðal verður kjörinn nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins í kjölfar fráfalls Ólafar Nordal sem lést fyrr á þessu ári eftir erfið veikindi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert