Götulokanir vegna Color Run

Mikilvægt er að ökumenn virði lokanir svo að hlauparar komist …
Mikilvægt er að ökumenn virði lokanir svo að hlauparar komist leiðar sinnar með öruggum hætti. mbl.is/Styrmir Kári

Töluvert verður um götulokanir í miðbæ Reykjavíkur þegar Color Run fer fram í dag. Sjálft hlaupið verður ræst klukkan 11 en hlaupagarpar eru farnir að hita upp í Hljómskálagarðinum. Ökumenn verða að sýna litagleðinni skilning á milli 9 og 15 í dag, en eftirtaldar götur verða lokaðar á þeim tíma:


Sóleyjargata
Fríkirkjuvegur
Lækjargata
Hverfisgata frá Lækjargötu til Vatnsstígs og allar götur sem liggja þvert á Hverfisgötu á því svæði, þ.e. Ingólfsstræti, Smiðjustígur og Klapparstígur
Bjarkargata
Skothúsvegur á milli Suðurgötu og Sóleyjargötu
Suðurgata á milli Skothúsvegs og Vonarstrætis
Vonarstræti á milli Suðurgötu og Tjarnargötu
Tjarnargata á milli Vonarstrætis og Skothúsvegs
Hringbraut til vesturs verður þrengd í eina akrein meðfram Hljómskálagarðinum frá kl. 10

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert