Lagt til að Kársnesskóli verði rifinn

Kársnesskóli er kominn til ára sinna og illa farinn. Þar …
Kársnesskóli er kominn til ára sinna og illa farinn. Þar er bæði mygla og leki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til stendur að rífa húsnæði Kársnesskóla við Skólagerði í Kópavogi. Þetta kemur fram í tillögu starfshóps um húsnæðismál skólans, sem samþykkt var í menntaráði bæjarins á fimmtudag. Ástæðan er mygla, rakaskemmdir og leki sem fyrirfinnst í húsinu en að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra þótti ekki svara kostnaði að ráðast í endurbætur á húsinu. Betra væri að rífa það og hefjast handa við byggingu nýs. Kársnesskóli er í tveimur byggingum. Sú myglaða við Skólagerði hýsti áður nemendur í 1.-4. bekk en í næstu götu, Vallargerði, eru nemendur 5.-10. bekkjar.

Bæjaryfirvöld hafa þegar fest kaup á 12 færanlegum kennslustofum sem komið verður fyrir á lóð skólans við Vallargerði, og stefnt er að því að kaupa átta til viðbótar. Kostnaðurinn við hverja kennslustofu er á bilinu 25-30 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert