Merki um ofþenslu í hagkerfinu

„Við erum komin í það ástand sem vel má kalla …
„Við erum komin í það ástand sem vel má kalla ofþenslu,“ segir Ingólfur. mbl.is/Ómar

Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir landsframleiðslu á mann aldrei hafa verið jafnmikla á Íslandi. Hann telur aðspurður raunhæft að hún verði áfram mikil á næstu árum.

„Miðað við hagspár er búist við að hagvöxtur verði góður í ár og á næsta ári og jafnvel á þarnæsta ári líka. Þetta er nokkuð meiri vöxtur en spáð er í viðskiptalöndum okkar að meðaltali. Þá er hann umfram fólksfjölgun á Íslandi eins og henni er spáð á tímabilinu. Landsframleiðsla á mann ætti því að aukast enn frekar,“ segir Ingólfur sem telur fátt benda til að erfið aðlögun sé framundan í efnahagslífinu.

„Aðlögun mun eiga sér stað. Það er hins vegar spurning um tímasetningu og síðan á hvaða forsendum.“

Ingólfur telur þó að til lengri tíma litið muni gengið aðlagast nýju efnahagsumhverfi, þegar hægir á hagvexti og hagkerfið fer úr „ofþenslu“.

Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka Iðnaðarins
Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka Iðnaðarins

Framleiðslugetan fullnýtt

„Við erum komin í það ástand sem vel má kalla ofþenslu. Framleiðslugeta hagkerfisins er fullnýtt og gott betur, enda hagvöxturinn búinn að vera mikill og vara um langt tímabil. Vextinum hefur fylgt mikil fjölgun starfa sem hefur náð niður slakanum á vinnumarkaði sem myndaðist eftir efnahagsáfallið 2008. Nú er atvinnuleysi komið undir jafnvægisatvinnuleysi og það er skortur á vinnuafli í mörgum greinum sem að hluta er mætt með auknum innflutningi vinnuafls,“ segir Ingólfur.

Hann segir viðbúið að hækkun íbúðaverðs endurspegli þensluna að hluta en einnig takmarkanir á framboði. Reiknar hann með því að fasteignaverð verði áfram hátt. Þótt framboð kunni að aukast sé eftirspurn einnig hratt vaxandi, enda sé kaupmáttur launa að aukast nokkuð hratt og fólksfjölgun umtalsverð, m.a. vegna innflutts vinnuafls. Þeir kraftar muni halda uppi verðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka