Besta veðrið á suðvesturhorninu

Það er fallegt veður í Reykjavík í dag, en besta …
Það er fallegt veður í Reykjavík í dag, en besta veðrið verður á suðvestur horni landsins í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Í dag og á morgun verður norðaustlæg átt á landinu. Í dag er það helst suðvesturhornið sem mun fá gott veður, en skýjað og þyngra verður yfir bæði á Norður- og Norðausturlandi. Litlar breytingar verða næstu daga, en þó er spáð hægari átt á morgun og gæti eitthvað birt til norðanlands.

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að í dag skríði mögulega yfir 15-16°C á svæðinu frá Borgarfirði og yfir á Suðurland.

Veður á mbl.is

Hann segir að miðað við spána í dag líti út fyrir einhverja vætu síðar í vikunni og að föstudagurinn verði sá vætusamasti. Aftur á móti gæti 17. júní, sem er næsta laugardag, orðið nokkuð góður dagur, en hann ætti að koma á milli tveggja lægða. Þó megi búast við minni háttar skúrum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert