Hillurnar í Costco að tæmast

Brett segir hillurnar í Costco ekki verða svona tómlegar undir …
Brett segir hillurnar í Costco ekki verða svona tómlegar undir venjulegum kringumstæðum. mbl.is/Hanna

„Við fáum mik­inn fjölda gáma í vik­unni og mun­um fylla hill­urn­ar af vör­um. Meðlim­ir geta því andað létt­ar,“ seg­ir Brett Vig­elskas, versl­un­ar­stjóri Costco hér á landi. Vöru­úr­valið í versl­un­inni hef­ur minnkað tölu­vert síðustu daga og sum­ar hill­ur eru al­veg að tæm­ast, enda hafa viðtök­ur Íslend­inga farið fram úr björt­ustu von­um.

Hins veg­ar er von á gáma­send­ingu til lands­ins á þriðju­dags­kvöld og Brett ger­ir ráð fyr­ir að fyllt verði á hill­ur versl­un­ar­inn­ar alla næstu viku, fyr­ir utan laug­ar­dag­inn, 17. júní, en þá er lokað.

Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum og hillurnar bera …
Viðtök­urn­ar hafa farið fram úr björt­ustu von­um og hill­urn­ar bera þess merki. Júlí­us Eyj­ólfs­son

„Skip­inu með gámun­um var því miður seinkað um einn sóla­hring, en við erum búin að skipu­leggja okk­ur vel fram í tím­ann og mun­um tæma gám­ana hratt og ör­ugg­lega og fylla all­ar hill­ur.“

Þrátt fyr­ir tóm­leg­ar hill­ur seg­ist Brett ekki upp­lifa að viðskipta­vin­ir verði fyr­ir von­brigðum. „Ég er bú­inn að vera hérna á gólf­inu alla vik­una og hef talað við meðlimi. Mín upp­lif­un er sú að lang­flest­ir sýni þessu skiln­ing. Marg­ir hafa komið hingað nokkr­um sinn­um frá því að við opnuðum og vita hvernig ástandið hef­ur verið. Það er brjálað að gera hjá okk­ur frá opn­un til lok­un­ar og því óhjá­kvæmi­legt að ein­hverj­ar vör­ur klárist. Fólk er bara spennt fyr­ir næstu viku, þegar vör­urn­ar byrja að streyma inn,“ seg­ir Brett hlæj­andi og það fer ekki á milli mála að hann hef­ur gam­an af ís­lensku viðskipta­vin­un­um.

Vöruúrvalið er ekki alveg jafngott í dag og það var …
Vöru­úr­valið er ekki al­veg jafn­gott í dag og það var í upp­hafi. Bætt verður úr því í vik­unni. Júlí­us Eyj­ólfs­son

Brett seg­ir aug­ljóst að Íslend­ing­ar kunni vel að meta verðlagið og vöru­úr­valið í Costco. „Fólk upp­lif­ir að það sé að spara og það er spennt yfir því. Það eru góðar frétt­ir fyr­ir bæði okk­ur og viðskipta­vin­ina. Við hlökk­um til að koma has­arn­um aft­ur á fullt skrið í vik­unni.“

Aðspurður seg­ist Brett vissu­lega hafa gert ráð fyr­ir að viðtök­ur Íslend­inga yrðu góðar. Hann hafi hins ekki bú­ist við al­veg svona mikl­um og stöðugum has­ar. „Það er nokkuð aug­ljóst að við átt­um ekki von á al­veg svona góðum viðtök­um. Und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum væru hill­urn­ar ekki svona tóm­leg­ar. Við lát­um það helst ekki ger­ast. Við get­um hins veg­ar lagað það mjög fljótt, sem bet­ur fer. Sýnið okk­ur bara smá skiln­ing,“ biðlar Brett kím­inn til Íslend­inga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert