„Þurfum alltaf að vera á verði“

Dómsmálaráðherra mætir til fundarins.
Dómsmálaráðherra mætir til fundarins. mbl.is/Víkurfréttir

„Við Íslendingar þurfum að bregðast við í öryggisvörnum og axla ábyrgð. Við þurfum alltaf að vera á verði,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra eftir fund þjóðaröryggisráðsins sem kom saman í dag. Á fundinum var meðal annars rætt um mál sem tengjast almennt öryggisvörnum landsins í nútíð og framtíð.

Sigríður vildi að öðru leyti ekki tjá sig um efni fundarins. Hún sagði eðli málanna sem voru rædd þess eðlis.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætir til fundarins.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætir til fundarins. mbl.is/Víkurfréttir

Spurð út í viðbúnað lögreglunnar á ýmsum mannamótum um helgina meðal annars á landsleik Íslands og Króatíu á Laugardalsvelli í gær, sagði hún að það væri í höndum ríkislögreglustjóra að meta hverju sinnu hversu mikill viðbúnaðurinn væri á fjölmennum mannamótum. 

Á fundi þjóðaröryggisráðsins gerði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra grein fyrir vinnu við netöryggismál, utanríkisráðherra kynnti vinnu við gerð viðbúnaðar- og varnaráætlunar fyrir Ísland og ríkislögreglustjóri kynnti vinnu varðandi hryðjuverkaógn í ljósi atburða í mörgum löndum á undanförnum misserum og árum. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætir til fundarins.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætir til fundarins. mbl.is/Víkurfréttir

Á fundinum var jafnframt gengið frá skipun Þórunnar J. Hafstein í embætti ritara þjóðaröryggisráðs.

Fundurinn fór fram á Keflavíkurflugvelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert