Skapar þúsundir starfa

Sam­tök iðnaðar­ins áætla að störf­um í bygg­ing­ariðnaði muni fjölga um nokk­ur þúsund á næstu árum. Sér­fræðing­ur hjá Vinnu­mála­stofn­un seg­ir aðeins hægt að manna þess­ar stöður með inn­flutn­ingi vinnu­afls.

Árni Jó­hanns­son, sviðsstjóri mann­virkja­sviðs hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins, seg­ir áætlað að um 11.800 manns starfi nú í bygg­ing­ariðnaði, eða sem svar­ar 6,2% af vinnu­afl­inu. Til sam­an­b­urðar hafi 17.500 manns starfað í grein­inni 2008, eða 9,8% af vinnu­afl­inu. Árni rifjar upp að fram­kvæmd­um við Kára­hnjúka­virkj­un og ál­ver í Reyðarf­irði var lokið þegar töl­urn­ar voru tekn­ar sam­an 2008. Með hliðsjón af síðustu upp­sveiflu og eft­ir­spurn nú tel­ur Árni raun­hæft að 2.000 til 3.000 ný störf verði til í bygg­ing­ariðnaði á næstu árum.

Til að setja þess­ar töl­ur í sam­hengi voru að jafnaði 3.823 ein­stak­ling­ar á at­vinnu­leys­is­skrá hjá Vinnu­mála­stofn­un í apríl og voru þar af 227 í mann­virkja­gerð. Töl­ur fyr­ir maí hafa ekki verið birt­ar.

Nýliðun dug­ar ekki til

Karl Sig­urðsson, sér­fræðing­ur hjá Vinnu­mála­stofn­un, seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag að með þetta í huga muni að óbreyttu þurfa að flytja inn vinnu­afl til að mæta eft­ir­spurn í bygg­ing­ariðnaði.

„Það verður auk­in eft­ir­spurn eft­ir fólki í bygg­ing­ariðnaði, iðnaðarmönn­um og al­mennu verka­fólki. Það eru mjög fáir at­vinnu­laus­ir í þess­um grein­um. Það er auðvitað ein­hver end­ur­nýj­un, menn fara á eft­ir­laun og nýir menn ljúka námi, en að stór­um hluta verður þetta leyst með inn­flutn­ingi vinnu­afls,“ seg­ir Karl.

Meðal verk­efna sem skapa mörg störf er upp­bygg­ing hót­els, íbúða og höfuðstöðva Lands­bank­ans við Hörpu í Reykja­vík. Við þær fram­kvæmd­ir og við bygg­ingu Hafn­ar­torgs skammt frá munu starfa minnst um 850 manns. Þá munu rúm­lega 350 manns starfa við upp­bygg­ingu við sjö önn­ur verk­efni við ná­læg­ar göt­ur í miðborg­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert