„Svona gerir maður ekki“

Björn Ingimarsson er lítt hrifinn af uppátæki ferðamannan í Tjarnargarði,
Björn Ingimarsson er lítt hrifinn af uppátæki ferðamannan í Tjarnargarði, Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Fólk verður að átta sig á að þetta er ekki leyfi­legt. Þetta er fjöl­skyldug­arður sem er ekki ætlaður til ann­ars en úti­vist­ar fyr­ir fjöl­skyld­una. Flest­ir virða slíkt en það er svart­ur sauður í hverri hjörð,“ seg­ir Björn Ingimars­son, bæj­ar­stjóri Fljóts­dals­héraðs. 

Greint var frá því á mbl.is að í morg­un hefðu leik­skólakrakk­ar og starfs­menn orðið vör við að búið var að tjalda í Tjarn­arg­arðinum, rétt fyr­ir utan leik­skólag­irðing­una. Einn starfsmaður sá tvo menn koma skríðandi úr tjald­inu og fór ann­ar að taka til en hinn inn í skóg til að gera þarf­ir sín­ar. 

Svona ger­ir maður ekki og maður ef­ast um að fólk geri þetta í sinni heima­veru. Við höf­um ekki þurft að glíma við þetta hér inn­an­bæjar en það hef­ur verið kvartað und­an þessu þar sem ágang­ur ferðamanna er mik­ill,“ seg­ir Björn. 

Hann seg­ir ljóst að bregðast þurfi við þessu og að sveit­ar­fé­lagið sé nú þegar að bæta aðstöðu og merk­ing­ar.

„Við erum að setja upp merk­ing­ar þar sem vak­in er at­hygli á hvar hægt er að kom­ast á snyrt­ingu og hvar stöðuleyfi eru fyr­ir bif­reiðar sem menn sofa í. Við erum með tjaldsvæði hérna og það verður reynt að beina fólki þangað en það er aldrei þannig að all­ir fari eft­ir slíku.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert