Myndi gagnast hryðjuverkamönnum best

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leyfum lögreglunni að vinna sín störf í faglegum friði fyrir afdönkuðum sjónarmiðum af þessu tagi,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni vegna ummæla Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í gær um vopnaburð lögreglumanna. Þar sagði Katrín mikilvægt að ákvarðanir um vopnaburð lögreglunnar væru teknar með gagnsæjum hætti.

Frétt mbl.is: Vill sem minnstan vopnaburð

„Þetta finnst mér í meira lagi sérkennileg afstaða. Hún hefur komið fram hjá fleirum úr VG, og reyndar Pírötum líka, og hlýtur eiginlega að vera einhvers konar úr sér gengið og öfugsnúið afsprengi þeirrar hugmyndar kommúnista og anarkista á síðustu öld, að lögreglan sé í eðli sínu óvinur almennings. Hún sé tæki auðvaldsins til að kúga alþýðuna,“ segir Páll ennfremur í færslu sinni og leitar síðan fanga í sögu síðustu ára.

„Þessi tímaskökku sjónarmið komu reyndar fram með sérlega ógeðfelldum hætti hjá sumum forystumönnum Vinstri grænna í Búsáhaldabyltingunni þegar lögreglan freistaði þess að tryggja vinnufrið Alþingis til lýðræðislegra athafna,“ segir Páll ennfremur og bætir við:

„Engum myndi gagnast það gagnsæi betur en hugsanlegum hryðjuverkamönnum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert