Liður í að fjölga íbúum Kópavogs í 50 þúsund

mbl.is/Hjörtur

Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, seg­ir mögu­legt að íbú­ar bæj­ar­ins verði orðnir um 50 þúsund árið 2030, ef áætlan­ir ganga eft­ir. Íbúar Kópa­vogs eru nú rúm­lega 35 þúsund og fer fjölg­un­in nærri íbúa­fjölda Ak­ur­eyr­ar.

Meðal nýrra bygg­ing­ar­svæða er Vatns­enda­hvarf. Þar eru nú meðal ann­ars fjar­skipta­möst­ur á hæðinni. Kópa­vog­ur er nú að semja við ríkið um hluta þess svæðis, en áætlað er að í Vatns­enda­hvarfi gætu búið 1.000 íbú­ar í 400 íbúðum.

Ármann seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag að lögð verði áhersla á sér­býli í þessu fyr­ir­hugaða hverfi. Það hafi enda skap­ast mik­ill skort­ur á sér­býli í Kópa­vogi og verið sleg­ist um laus­ar lóðir.

Skuld­ir Kópa­vogs­bæj­ar, að frá­töld­um líf­eyr­is­skuld­bind­ing­um til lengri tíma, voru rúm­lega 242% af tekj­um bæj­ar­ins árið 2010. Hlut­fallið var komið niður í rúm­lega 146% í fyrra og seg­ir Ármann stefnt að því að það verði komið und­ir 100% á næstu fimm árum.

Hann seg­ir bæ­inn hafa aukið þjón­ustu en lækkað skatta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka