Listflug og 17 júní-gleði á Akureyri

Margar flugvélar tóku þátt í flugdeginum.
Margar flugvélar tóku þátt í flugdeginum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Flugsafn Íslands hélt sinn árlega flugdag hátíðlegan á Akureyrarflugvelli í dag. Þar sýndu flugmenn listir sínar og á einum tímapunkti voru ellefu smávélar í loftinu í einu.

TF SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar, sýndi jafnframt hífingar og björgun.

Talið er að um eitt þúsund manns hafi mætt á flugdaginn í dag.

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Á Ráðhústorginu var haldin fjölskylduskemmtun í tilefni af sautjánda júní. Þar var Regína Ósk á meðal skemmtikrafta.

Þessi skemmtu sér vel á Ráðhústorgi.
Þessi skemmtu sér vel á Ráðhústorgi. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Svolítil rigning var á Akureyri í dag en það var ekki að sjá að það færi illa í gestina, sem skemmtu sér konunglega.

Frá Ráðhústorgi í dag.
Frá Ráðhústorgi í dag. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Regína Ósk uppi á sviði í dag.
Regína Ósk uppi á sviði í dag. mbl.is/Þorgeir Baldursson
TF-Syn, þyrla Landhelgisgæslunnar sýndi hífingar og björgun.
TF-Syn, þyrla Landhelgisgæslunnar sýndi hífingar og björgun. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Gaman saman á 17. júní.
Gaman saman á 17. júní. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Þessir tveir voru hressir.
Þessir tveir voru hressir. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert