Litháar segja „takk Ísland“

Þökur voru lagðar yfir Íslandsstræti í Vilnius þar sem fjölbreytt …
Þökur voru lagðar yfir Íslandsstræti í Vilnius þar sem fjölbreytt dagskrá fór fram. Ljósmynd/Helen Wright

Lokað var fyr­ir um­ferð um Íslands­stræti, eða Islandijos eins og gat­an er kölluð á lit­háísku, í höfuðborg­inni Vilnius í gær og grasþökur lagðar yfir göt­una. Til­efnið var að fagna þjóðhátíðar­degi Íslend­inga sem er í dag en Ísland var fyrsta ríkið til að viður­kenna sjálf­stæði Lit­há­en árið 1991. Gat­an var því grasgræn og skreytt með ís­lensku fána­lit­un­um í einn dag og var hátíðin hald­in und­ir nafn­inu „Takk Ísland.“ 

Dag­skrá stóð yfir all­an dag­inn í göt­unni sem hófst með ís­lensk­um há­deg­is­verði og með opn­un nor­ræns markaðar í göt­unni. Þá mátti finna í göt­unni vík­ingaþorp og ís­skúlp­túra svo fátt eitt sé nefnt og auk þess sem keppt var í götu­fót­bolta og pylsu­áti. Meðfylgj­andi eru mynd­ir frá hátíðar­höld­un­um í Viln­íus í gær en þeim lauk með tón­leik­um með ís­lensku hljóm­sveit­inni Valdi­mar.

Íslandsstræti í Vilnius, höfuðborg Litháen.
Íslands­stræti í Vilnius, höfuðborg Lit­há­en. Ljós­mynd/​Helen Wright
Ljós­mynd/​Helen Wright
„Takk Ísland
„Takk Ísland" stend­ur á skraut­leg­um borða sem hékk yfir Íslands­stræti í gær. Ljós­mynd/​Helen Wright
Í Íslandsstræti var einnig opnað víkingaþorp.
Í Íslands­stræti var einnig opnað vík­ingaþorp. Ljós­mynd/​Helen Wright
Ljós­mynd/​Helen Wright
Ljós­mynd/​Helen Wright
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert