Saka Faxaflóahafnir um yfirgang

Umhverfisvaktin segir að Hvalfjörður sé náttúruperla og það beri að …
Umhverfisvaktin segir að Hvalfjörður sé náttúruperla og það beri að hlífa svæðinu við eiturefnum sem fylgi mengandi stóriðju. mbl.is/Sigurður Bogi

Um­hverf­is­vakt­in við Hval­fjörð tel­ur að Faxa­flóa­hafn­ir hafi sýnt veru­lega óvar­kárni gagn­vart nátt­úru og líf­ríki Hval­fjarðar og sýnt íbú­um við fjörðinn yf­ir­gang með stóriðju­stefnu sinni á Grund­ar­tanga í tengsl­um við fyr­ir­hugaða bygg­ingu á sól­arkisil­verk­smiðju Silicor Mater­ials.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem Um­hverf­is­vakt­in hef­ur sent frá sér. Þar er niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­vík­ur fagnað, en á föstu­dag felldi dóm­stóll­inn úr gildi ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar um að Silicor Mater­ials þurfi ekki að sæta mati á um­hverf­isáhrif­um vegna fyr­ir­hugaðrar starf­semi á Grund­ar­tanga við Hval­fjörð.

„Niðurstaða Héraðsdóms Reykja­vík­ur er um­hverfi og nátt­úru í hag því í henni felst viðmið um hver eigi að njóta vaf­ans. Einnig felst í niður­stöðunni ský­laus krafa um vand­virkni af hálfu op­in­berra aðila í ákv­arðana­töku, krafa sem aðrar stofn­an­ir sem höndla með mál tengd um­hverfi og af­leiðing­um meng­un­ar ættu einnig að taka til sín,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Um­hverf­is­vakt­in seg­ir enn­frem­ur, að und­an­far­in ár hafi Skipu­lags­stofn­un heim­ilað fram­leiðslu­aukn­ingu stóru iðju­ver­anna, Elkem og Norðuráls á Grund­ar­tanga án þess að fram þyrfti að fara mat á um­hverf­isáhrif­um henn­ar. Tveim nýj­um meng­andi iðju­ver­um, Kra­t­us og GMR, hafi verið komið á fót án þess að fram færi mat á um­hverf­isáhrif­um þeirra.

„Skýr­ing Skipu­lags­stofn­un­ar hef­ur verið sú, að breyt­ing­ar sem um var að ræða hefðu ekki telj­andi um­hverf­isáhrif miðað við þá meng­un sem fyr­ir væri. Þessi afstaða stofn­un­ar­inn­ar virðist fela í sér að það sé í lagi að bæta sí­fellt við meng­andi starf­semi á svæðinu, svo fremi sem það sé gert í smá­um skref­um í einu. Um­hverf­is­stofn­un lenti síðar í veru­leg­um vand­ræðum með GMR sem upp­fyllti eng­an veg­inn sett skil­yrði um m.a. meng­un­ar­varn­ir, eins og kunn­ugt er. Við því reynd­ist fátt hægt að gera og fékk fyr­ir­tækið að menga nær óáreitt þar til það lagði upp laup­ana – á kostnað nátt­úru og íbúa í ná­grenn­inu.“

Gin­keypt­ir fyr­ir verk­smiðju sem eng­inn viti hvernig verið starf­rækt

Þá seg­ist Um­hverf­is­vakt­in áður hafa bent á hversu lítið sé vitað um fram­leiðslu­ferli til­rauna­verk­smiðju Silicor Mater­ials og undr­ast hversu full­trú­ar sveit­ar­stjórna sem eigi hlut í Faxa­flóa­höfn­um hafi verið gin­keypt­ir fyr­ir verk­smiðju sem eng­inn viti í raun og veru hvernig verði starf­rækt, „enda hef­ur komið í ljós að ennþá er Silicor Mater­ials að þróa fram­leiðsluna, þó allt hafi átt að vera frá­gengið fyr­ir löngu.“

Þá seg­ir Um­hverf­is­vakt­in, að hún hafi ít­rekað bent á að stóriðja eigi ekk­ert er­indi inn í land­búnaðar­hérað. Hval­fjörður sé auk þess nátt­úruperla sem öll þjóðin geti verið stolt af, vin­sælt út­vist­ar­svæði sem beri skil­yrðis­laust að hlífa við eit­ur­efn­um sem fylgja meng­andi stóriðju.

„Um­hverf­is­vakt­in við Hval­fjörð tel­ur að Faxa­flóa­hafn­ir hafi sýnt veru­lega óvar­kárni gagn­vart nátt­úru og líf­ríki Hval­fjarðar og sýnt íbú­um við fjörðinn yf­ir­gang með stóriðju­stefnu sinni á Grund­ar­tanga og mál sé að linni. Faxa­flóa­hafn­ir skýli sér á bak við Um­hverf­is­stofn­un sem á að sjá um vökt­un um­hverf­is­ins en staðreynd­in sé sú að iðju­ver­in sjálf sjái um allt ut­an­um­hald um­hverf­is­vökt­un­ar­inn­ar og með því móti sé hún ekki hlut­laus, held­ur þeim í vil. Úrræði Um­hverf­is­stofn­un­ar til að stoppa af þá sem ekki fylgja starfs­leyfi eru því miður mjög bit­laus og spar­lega notuð. Um­hverf­is­vakt­in tel­ur að alls ekki eigi að bæta við fleiri stóriðju­ver­um á Grund­ar­tanga en setja eigi þeim iðju­ver­um sem fyr­ir eru mun strang­ari skorður um los­un eit­ur­efna,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert