Tillerson óskaði Íslandi til hamingju

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Banda­ríska sendi­ráðið á Íslandi deildi á Face­book í gær­kvöldi ham­ingjuósk­um Rex Til­ler­son, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, vegna þjóðhátíðardags Íslands, 17. júní.

„Fyr­ir hönd Banda­ríkj­anna ósk­um við Íslend­ing­um til ham­ingju með 73 ára af­mæli sjálf­stæðis ykk­ar,“ skrifaði Til­ler­son, sem tók við embætti ut­an­rík­is­ráðherra fyrr á ár­inu.

„Banda­rík­in og Ísland hafa átt góð sam­skipti byggð á sam­eig­in­leg­um gild­um og áhuga­mál­um. Sem einn af stofnmeðlim­um NATO og sem sam­starfsaðili í varn­ar­mál­um með Banda­ríkj­un­um, hef­ur Ísland lagt sitt af mörk­um til að stuðla að stöðug­leika á svæðinu. Við erum vin­ir og fé­lag­ar með vax­andi tengsl í viðskipt­um, mennt­un og sam­skipt­um. Við hlökk­um til að starfa með Íslandi við að búa til góða framtíð fyr­ir fjöl­skyld­ur okk­ar, fyr­ir­tæki og sam­fé­lög,“ skrifaði hann.

„Við erum stolt af því að eiga Ísland sem sam­herja og vin. Bestu ósk­ir til allra Íslend­inga, allt frá Reykja­vík til Eg­ilsstaða.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert