Tillerson óskaði Íslandi til hamingju

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Bandaríska sendiráðið á Íslandi deildi á Facebook í gærkvöldi hamingjuóskum Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna þjóðhátíðardags Íslands, 17. júní.

„Fyrir hönd Bandaríkjanna óskum við Íslendingum til hamingju með 73 ára afmæli sjálfstæðis ykkar,“ skrifaði Tillerson, sem tók við embætti utanríkisráðherra fyrr á árinu.

„Bandaríkin og Ísland hafa átt góð samskipti byggð á sameiginlegum gildum og áhugamálum. Sem einn af stofnmeðlimum NATO og sem samstarfsaðili í varnarmálum með Bandaríkjunum, hefur Ísland lagt sitt af mörkum til að stuðla að stöðugleika á svæðinu. Við erum vinir og félagar með vaxandi tengsl í viðskiptum, menntun og samskiptum. Við hlökkum til að starfa með Íslandi við að búa til góða framtíð fyrir fjölskyldur okkar, fyrirtæki og samfélög,“ skrifaði hann.

„Við erum stolt af því að eiga Ísland sem samherja og vin. Bestu óskir til allra Íslendinga, allt frá Reykjavík til Egilsstaða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert