Vilja aukinn einkarekstur flugvalla

Frá Hornafjarðarflugvelli. Vinnuhópur leggst gegn beinum styrkjum til reksturs flugvalla.
Frá Hornafjarðarflugvelli. Vinnuhópur leggst gegn beinum styrkjum til reksturs flugvalla. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Einka­rekst­ur verður auk­inn í flug­vall­ar­rekstri inn­an­lands­flug­valla gangi hug­mynd­ir sem kynnt­ar eru í skýrslu vinnu­hóps um rekstr­ar­form inn­an­lands­flug­valla eft­ir. Í dag eru flug­vell­ir fjár­magnaðir að tveim­ur þriðju hluta með þjón­ustu­samn­ingi við ríkið og skap­ar nú­ver­andi kerfi ekki hvata til að nýta innviði og fjár­magn sem best, eða að efla kerfið og gera það skil­virk­ara og þjón­ustu­vænna. ISA­VIA hef­ur um­sjón með rekstri vall­anna.

Skýrsl­an var birt á vef inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins fyr­ir helgi og legg­ur vinnu­hóp­ur­inn þar til að þróað verði kerfi þar sem stærstu flug­vell­irn­ir verða fjár­hags­lega sjálf­stæðir og að niður­greiðslur til rekst­urs inn­an­lands­flug­valla fari í gegn­um flug­fé­lög­in í stað beinna styrkja til rekst­urs flug­vall­anna. Mark­miðið er ekki að lækka kostnað hins op­in­bera eða skera niður með breyttri fjár­mögn­un.

Raun­kostnaður eyk­ur kostnaðar­vit­und­ina

Í skýrsl­unni seg­ir vinnu­hóp­ur­inn að ein­hverj­ir kynnu að sjá sér hag í því að reka flug­velli á sínu svæði, hvort sem það séu einkaaðilar eða sveit­ar­fé­lög, m.a. til þess að hafa beina aðkomu að upp­bygg­ingu sam­göngu­kerfa og ferðamannaþjón­ustu. 

Eng­in sam­keppni er á flug­leiðum inn­an­lands sem má fyrst og fremst skýra með smæð markaðar­ins, en öll­um evr­ópsk­um flug­fé­lög­um er heim­ilt að fljúga hér á landi. Vinnu­hóp­ur­inn tel­ur þó að auk­inn hvati verði til sam­keppni á flug­leiðum verði gerðar grund­vall­ar­breyt­ing­ar á kerf­inu, og leiði jafn­framt til betri þjón­ustu.

Á síðasta ári námu styrk­ir ís­lenskra stjórn­valda til rekst­urs flug­valla um tveim­ur millj­örðum króna og þar til viðbót­ar koma 300 millj­ón­ir vegna rekst­urs flug­leiða. Mark­miðin eru að niður­greiða rekstr­ar­kostnað áætl­un­ar­flugs þar sem þjón­ustu­gjöld flug­valla eru lægri vegna rík­is­styrkja, að skapa kennslu- og einka­flugi aðstöðu til að dafna og með til al­manna­varn­ir og ör­ygg­is­sjón­ar­mið í huga.

Með því að byggja verðskrá á raun­kostnaði er hægt að auka kostnaðar­vit­und flugrek­enda og fá þá til að taka aukið til­lit til kostnaðar rík­is­ins við for­gangs­röðun fram­kvæmda. Hóp­ur­inn legg­ur til að stofnuð verði ný nefnd til þess að skoða þessi mál. Bend­ir hóp­ur­inn m.a. á að setja þurfi skil­yrði fyr­ir styrkj­um til flugs, þannig að styrk­ur­inn renni ekki beint í vasa flugrek­enda og hugs­an­lega setja skil­yrði fyr­ir tíðni flug­sam­gangna á ákveðnum flug­leggj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert