70 tegundir af bjór í 40 feta dælu

40 feta kæli- og frystigámur eða heimsins stærsta bjórdæla?
40 feta kæli- og frystigámur eða heimsins stærsta bjórdæla? Ljósmynd/Ólafur William Hand

40 feta kæli- og frystigám­ur, sem breytt hef­ur verið í bjórdælu sem dæl­ir allt að 70 bjór­teg­und­um í einu, stend­ur nú við at­hafna­svæði Eim­skips í Sunda­höfn. Þar munu Sam­tök bjór­fram­leiðenda í Maine í Banda­ríkj­un­um standa fyr­ir bjór­hátíð um helg­ina.

Gám­ur­inn kom til lands­ins í gær með Skóg­ar­fossi, skipi Eim­skips, frá Port­land í Maine en þetta er í fyrsta skipti sem gámi sem þess­um er breytt í bjórdælu að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Eim­skip. Stefnt er að því að reyna að koma gámn­um í heims­meta­bók Guinn­ess sem stærstu fær­an­legu bjórdælu heims.

Á bjór­hátíðinni munu um 100 fram­leiðend­ur kynna vör­ur sín­ar en hægt er að kaupa miða á hátíðina, sem fer fram milli klukk­an 14 og 18 á laug­ar­dag­inn, á midi.is. 20 ára ald­urstak­mark er á viðburðinn og bíla­stæði verða í ná­grenn­inu, en minna aðstand­end­ur viðburðar­ins á að „eft­ir einn ei aki neinn“.

Yfir 75 bjórkrönum hefur verið komið fyrir í hlið gámsins.
Yfir 75 bjór­krön­um hef­ur verið komið fyr­ir í hlið gáms­ins. Ljós­mynd/Ó​laf­ur William Hand
Ljós­mynd/Ó​laf­ur William Hand
Ljós­mynd/Ó​laf­ur William Hand
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka