Bíll á hvolfi við Fellsmúla

Bíllinn lá á hvolfi á miðri götunni.
Bíllinn lá á hvolfi á miðri götunni. ljósmynd/Alexander Freyr Einarsson

Óvenjuleg sjón blasti við vegfarendum við Fellsmúla fyrr í dag þegar bíll lá á hvolfi á miðri götu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu barst tilkynning um bílinn klukkan 10:40 og eru lögreglumenn nú við störf á vettvangi.

Ekki er ljóst að svo stöddu hvað olli því að bíllinn fór á hvolf, en á mynd af vettvangi má sjá að ekki er neinn inni í bílnum. 

Uppfært 12:43:

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um að ræða árekstur tveggja bifreiða. Annarri, þeirri sem valt, var ekið út frá bifreiðastæði og hinni var ekið eftir húsagötu nálægt gatnamótum Fellsmúla og Háaleitisbrautar. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar meiddist minni háttar og var fluttur á slysadeild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert