Má heita Nala og Eros en ekki Natasha

Nala hét ein söguhetjan í teiknimyndinni Konungur ljónanna.
Nala hét ein söguhetjan í teiknimyndinni Konungur ljónanna. Mynd/Wikipedia

Mannanafnanefnd hefur birt fimm nýja úrskurði á vef sínum. Hefur nefndin samþykkt að færa karlmannsnöfnin Eros og Ónarr og kvenmannsnöfnin Nala og Vök í mannanafnaskrá. Þá hafnar nefndin beiðni um eiginnafnið Natasha en samþykkir þess í stað nafnið Natasja sem nefndin telur falla betur að íslensku máli og lögum um mannanöfn.

Ritháttur nafnsins Natasha þótti ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn h er ekki ritaður inni í orði í ósamsettum orðum í íslenskri réttritun samkvæmt úrskurði nefndarinnar. 

Á þennan rithátt nafnsins er því aðeins hægt að fallast ef hann telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn en svo reyndist ekki vera samkvæmt úrskurði nefndarinnar. Í ljósi málsatvika hafði formaður nefndarinnar samband við úrskurðarbeiðanda og benti á að nafnið Natasja yrði líklegast samþykkt og á það féllst úrskurðarbeiðandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert