Má heita Nala og Eros en ekki Natasha

Nala hét ein söguhetjan í teiknimyndinni Konungur ljónanna.
Nala hét ein söguhetjan í teiknimyndinni Konungur ljónanna. Mynd/Wikipedia

Manna­nafna­nefnd hef­ur birt fimm nýja úr­sk­urði á vef sín­um. Hef­ur nefnd­in samþykkt að færa karl­manns­nöfn­in Eros og Ónarr og kven­manns­nöfn­in Nala og Vök í manna­nafna­skrá. Þá hafn­ar nefnd­in beiðni um eig­in­nafnið Natasha en samþykk­ir þess í stað nafnið Nata­sja sem nefnd­in tel­ur falla bet­ur að ís­lensku máli og lög­um um manna­nöfn.

Rit­hátt­ur nafns­ins Natasha þótti ekki í sam­ræmi við al­menn­ar rit­regl­ur ís­lensks máls þar sem bók­staf­ur­inn h er ekki ritaður inni í orði í ósam­sett­um orðum í ís­lenskri rétt­rit­un sam­kvæmt úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar. 

Á þenn­an rit­hátt nafns­ins er því aðeins hægt að fall­ast ef hann telst hefðaður sam­kvæmt lög­um um manna­nöfn en svo reynd­ist ekki vera sam­kvæmt úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar. Í ljósi máls­at­vika hafði formaður nefnd­ar­inn­ar sam­band við úr­sk­urðarbeiðanda og benti á að nafnið Nata­sja yrði lík­leg­ast samþykkt og á það féllst úr­sk­urðarbeiðandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert