Fyrstu fimm mánuði ársins lét embætti ríkisskattstjóra stöðva rekstur átta fyrirtækja, í kjölfar vettvangsrannsókna, þar sem ekki var brugðist við öðrum tilmælum starfsmanna vettvangseftirlits RSK. Öðrum tilmælum eftirlitsins um úrbætur var beitt í 35 tilvikum.
Af þeim átta fyrirtækjum sem til stöðvunar kom hjá voru þrjú í byggingageiranum og tvö í gisti- og ferðaþjónustu.
Fyrstu fimm mánuði ársins fóru starfsmenn vettvangseftirlitsins í 498 heimsóknir á byggingasvæði og í 438 heimsóknir til gisti- og ferðaþjónustufyrirtækja.