Varaþingmaður vill teppa neyðarlínu

Frá störfum starfsmanna Neyðarlínunnar. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar biður fólk um að …
Frá störfum starfsmanna Neyðarlínunnar. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar biður fólk um að misnota neyðarnúmerið ekki, líkt og varaþingmaður Pírata hvetur fólk til að gera. Mynd ársskýrsla 112

Andri Þór Sturlu­son, varaþingmaður Pírata í Suðvest­ur­kjör­dæmi, hvet­ur fólk til að teppa síma­lín­ur Neyðarlín­unn­ar í mót­mæl­um gegn vopna­b­urði lög­regl­unn­ar. Hvatn­ing­una send­ir hann út á op­in­ber­um vett­vangi á Face­book, bæði í hópn­um „Pírata­spjall­inu“ og á hans per­sónu­legu síðu.

Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata.
Andri Þór Sturlu­son, varaþingmaður Pírata. Ljós­mynd/​Af vef Alþing­is

„Það sem við get­um gert sem erum á móti sýni­leg­um vopna­b­urði lög­regl­unn­ar, er að hringja á lög­regl­una og til­kynna grun­sam­lega vopnaða menn alltaf þegar við sjá­um byss­ur, sama hver ber þær. Ef nógu marg­ir hringja stöðugt í Neyðarlín­una vegna ógn­andi manna með skot­vopn þá geta þeir þetta ekki,“ skrif­ar Andri Þór. 

Flest­ir þeirra sem tjá sig um málið gagn­rýna hug­mynd­ina þar sem uppá­tækið gæti bitnað á þeim sem síst skyldi. 

Mis­noti ekki neyðar­núm­erið

Þór­hall­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Neyðarlín­unn­ar 112, seg­ir Neyðarlín­una bera fullt traust til al­menn­ings að mis­nota neyðar­núm­erið 112 ekki. „Neyðarlín­an treyst­ir því að al­menn­ing­ur sýni mik­il­vægi þjón­ust­unn­ar skiln­ing og valdi ekki vilj­andi trufl­un á henni, hér eft­ir sem hingað til,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is. „Hvatn­ing um að valda vilj­andi trufl­un á þjón­ust­unni er von­andi sett fram án þess að það hafi verið haft í huga að aðgerðin get­ur valdið fólki al­var­legu tjóni.“

Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.
Þór­hall­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Neyðarlín­unn­ar. mbl.is/​RAX

Hann seg­ir sveifl­ur í fjölda inn­hringj­enda til Neyðarlínu vera mikl­ar og stund­um séu álag­stopp­ar sem Neyðarlín­an á fullt í fangi með að anna.

„Ef þess­ar inn­hring­ing­ar sem verið er að gera til­lögu um bæt­ast við þegar það er mikið álag get­ur það valdið því að ein­hverj­ir nái ekki strax inn og valdið veru­leg­um skaða. Iðulega skipt­ir hver mín­úta máli í viðbragði þannig að aðgerð sem fel­ur í sér að teppa síma­lín­ur Neyðarlínu get­ur valdið al­var­legu heilsutjóni eða dauða.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert