Daníel nýr framkvæmdastjóri Samtakanna '78

Daníel Arnarsson er nýr framkvæmdastjóri Samtakanna '78.
Daníel Arnarsson er nýr framkvæmdastjóri Samtakanna '78. ljósmynd/Samtökin '78

Daní­el Arn­ars­son hef­ur verið ráðinn nýr fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna '78. Hann hef­ur störf 1. júlí næst­kom­andi. Þetta kem­ur fram í frétt á vef sam­tak­anna

Helga Bald­vins­dótt­ir Bjarg­ar­dótt­ir fram­kvæmda­stýra sagði starfi sínu hjá fé­lag­inu lausu á dög­un­um. Að því er fram kem­ur í frétt­inni fær­ir stjórn Sam­tak­anna ‘78 Helgu bestu þakk­ir fyr­ir vel unn­in störf í þágu fé­lags­ins og ósk­ar henni velfarnaðar í kom­andi verk­efn­um.

Í kjöl­far upp­sagn­ar­inn­ar hófst ráðning­ar­ferli þar sem stjórn­in leitaði til um­sækj­enda sem sóttu um stöðuna síðla árs 2016 og voru þá metn­ir hæf­ir af stjórn og mannauðsráðgjöf­um. Úr varð að Daní­el Arn­ars­syni var boðin staða fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins. 

Daní­el Arn­ars­son hef­ur ný­lokið námi við Há­skóla Íslands en hann út­skrif­ast þaðan með BA-gráðu í fé­lags­fræði. Daní­el hef­ur verið virk­ur í fé­lag­a­starfi síðan 2007, bæði í Vinstri hreyf­ing­unni – grænu fram­boði sem og í Sam­tök­un­um '78. Hann hef­ur tekið þátt í ungliðastarfi og kosn­inga­bar­áttu árin 2009, 2013 og 2016 og er jafn­framt varaþingmaður fyr­ir VG og sit­ur í stjórn flokks­ins. Daní­el er vel kunn­ug­ur rekstri en hann var fram­kvæmda­stjóri VG frá 2014-2016 og rak áður kaffi­hús Te & kaffi ásamt öðrum, að því er fram kem­ur í frétt­inni. 

„Daní­el hef­ur mik­inn áhuga á mann­rétt­inda­bar­áttu og hef­ur ávallt sett hana á odd­inn þegar kem­ur að fé­lags­legu starfi bæði inn­an póli­tík­ur­inn­ar sem og í öðrum störf­um. Daní­el sat í trúnaðarráði Sam­tak­anna '78 frá mars 2015 til sept­em­ber 2016. Reynsla Daní­els af rekstri og því vinnu­um­hverfi sem hann kem­ur úr mun koma sér vel í starfi Sam­tak­anna '78.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert