Ráðstefna um norðurslóðir í Washington

Ronald Reagan-byggingin í Washington þar sem ráðstefnan fer fram.
Ronald Reagan-byggingin í Washington þar sem ráðstefnan fer fram. Ljósmynd/Aðsend

Ráðstefna um stöðu Banda­ríkj­anna og Rúss­lands á norður­slóðum hófst í Ronald Reag­an-bygg­ing­unni í Washingt­on í morg­un.

Arctic Circle-Hring­borð norður­slóða og Wil­son-stofn­un­in standa á bak við ráðstefn­una.

Rúm­lega 600 þátt­tak­end­ur sækja ráðstefn­una, þar á meðal banda­rísk­ir og rúss­nesk­ir þing­menn, emb­ætt­is­menn, vís­inda­menn, for­ystu­menn í at­vinnu­líf­inu og um­hverf­issinn­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, formaður Arctic Circle og fyrr­ver­andi for­seti Íslands, setti ráðstefn­una í hátíðarsal Ronald Reag­an –bygg­ing­ar­inn­ar. Að því loknu fluttu ræður þær Jane Harm­an, for­seti Wil­son-stofn­un­ar­inn­ar og Lisa Mur­kowski, öld­unga­deild­arþingmaður og formaður orku­nefnd­ar öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings.

Ronald Reagan-byggingin.
Ronald Reag­an-bygg­ing­in. Ljós­mynd/​Aðsend

Marg­ir ræðumenn í dag

Síðar í dag verður fjallað um vís­inda­sam­vinnu, fjár­fest­ing­ar á norður­slóðum, sigl­ing­ar, viðskipti og ferðaþjón­ustu, reynsl­una af sam­skipt­um Banda­ríkj­anna og Rúss­lands á norður­slóðum, strand­gæslu, ör­ygg­is­mál og mik­il­vægi Bar­ents­sunds­ins.

Meðal ræðumanna verða rúss­neski öld­unga­deild­arþingmaður­inn Igor Chernys­hen­ko, Paul Zuk­un­ft flota­for­ingi, yf­ir­maður banda­rísku strand­gæsl­unn­ar, banda­ríski öld­unga­deild­arþingmaður­inn Dan Sulli­v­an, Dav­id Bolt­on sendi­herra Banda­ríkj­anna í mál­efn­um norður­slóða, rúss­neski þingmaður­inn Georgy Karlov og Mark Brzez­inski sem stjórnaði mál­efn­um norður­slóða í Hvíta hús­inu í for­setatíð Baracks Obama.

Þá munu Gylfi Sig­fús­son, for­stjóri Eim­skips og Ásgrím­ur L. Ásgríms­son frá Land­helg­is­gæslu Íslands einnig tala á ráðstefn­unni.

Mál­stof­ur um sam­vinnu og ör­ygg­is­mál

Á morg­un verða mál­stof­ur um efna­hags­lega sam­vinnu á norður­slóðum og ör­ygg­is­mál. Þær verða haldn­ar í höfuðstöðvum Wil­son-stofn­un­ar­inn­ar en hún er meðal helstu þjóðmála­stofn­ana í Washingt­on, stofn­sett í minn­ingu Woodrow Wil­son, for­seta Banda­ríkj­anna, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ráðstefn­an í Washingt­on er sú fimmta af sér­hæfðum ráðstefn­um sem Arctic Circle-Hring­borð norður­slóða held­ur í öðrum lönd­um. Hinar fyrri voru í Alaska, í Singa­púr, á Græn­landi og í Kan­ada.

Hin ár­legu þing Arctic Circle eru hald­in í októ­ber á Íslandi og sækja þau um 2000 þátt­tak­end­ur frá um 50 lönd­um. Næsta þing verður haldið 13. til 15. októ­ber í Hörpu.

Fylgj­ast má með ráðstefn­unni í Washingt­on hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert