Grænlensk kona varð strandaglópur í Keflavík með tvö ung börn í gær, á sjálfan þjóðhátíðardag Grænlands. Leitað var í fyrstu til danska sendiráðsins sem hafði fá svör. Íslendingar tóku þá höndum saman og skutu skjólshúsi yfir hana og aðstoðuðu með ýmsum hætti.
Konan hafði gist eina nótt á Hótel Keili en þurfti að færa sig um set því hótelið var fullt næstu nótt. Í ljós kom að grænlenska kort konunnar virkaði ekki þegar hún ætlaði að greiða reikninginn. Hún var því í stökustu vandræðum og tungumálaörðugleikar hjálpuðu ekki til.
Bryndís á Hótel Keilibrá þá á það ráð að hafa samband við danska sendiráðið en þar var henni vísað á félagsþjónustuna í Reykjanesbæ. Bryndís kom einnig að lokuðum dyrum hjá félagsþjónustunni en hún dó ekki ráðalaus og hafði þá upp á Hrafni Jökulssyni, Grænlandsvini og forseta Hróksins.
Hrafn birtir á Facebook-síðu sinni frásögn af því hvernig þau í sameiningu, ásamt fleirum, aðstoðuðu konuna svo hún komst í öruggt skjól með börnin sín tvö. Færslu Hrafns má sjá í heild sinni hér að neðan.
Landssöfnun vegna hamfaranna í Grænlandi er nú í fullum gangi undir heitinu „Vinátta í verki“. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikning 0334-26-056200, kennitala 450670-0499 eða hringja í síma 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.