Costco lækkar olíuverð enn frekar

Olíuverð hjá Costco nú í morgun.
Olíuverð hjá Costco nú í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lítr­inn á díselol­íu hjá Costco hef­ur lækkað úr 158,9 krón­um niður í 155,9 krón­ur. Er verðið tölu­vert lægra en hjá ís­lensku olíu­fé­lög­un­um. Við opn­un versl­un­ar­inn­ar þann 23. maí sl. kostaði lítr­inn 164,9 krón­ur.

Sam­kvæmt síðunni bens­in­verd.is er lítr­inn hjá ís­lensku olíu­fé­lög­un­um af díselol­íu ódýr­ast­ur hjá sér­stök­um X-stöðvum Ork­unn­ar eða í 162,7 krón­um, það er 6,8 krón­um dýr­ari en hjá Costco.

Verðið á díselol­íu hef­ur lækkað tölu­vert frá því í lok síðasta mánaðar þegar mbl.is gerði út­tekt á verðinu, en þá var verðið hjá Costco í 161,9 krón­um, en verðið hjá X-stöðvum Ork­unn­ar í 170,6 krón­um. 

Bens­ín 10,3 krón­um ódýr­ara hjá Costco

Lítr­inn af bens­íni hjá Costco hef­ur einnig lækkað aðeins eða niður í 164,9 krón­ur, sem er einnig tölu­vert lægra verð en hjá ís­lensku olíu­fé­lög­un­um. Lítr­inn hjá ís­lensku olíu­fé­lög­un­um af bens­íni er ódýr­ast­ur hjá X-stöðvum Ork­unn­ar eða í 175,2 krón­um eða 10,3 krón­um dýr­ari en hjá Costco. 

Hjá stöðvum Dæl­unn­ar kost­ar lítr­inn 175,2 krón­ur, 183,2 krón­ur hjá Atlantsol­íu á Skemmu­vegi, 190,3 krón­ur hjá öðrum stöðvum Ork­unn­ar, 190,4 krón­ur hjá ÓB, 190,4 krón­ur hjá öðrum stöðvum Atlantsol­íu, 190,7 krón­ur hjá N1, 192,4 krón­ur hjá Skelj­ungi og 192,4 krón­ur hjá Olís.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert