„Þetta er ótrúleg upplifun“

Tveir ungir hjólagarpar við Jökulsárlón. Liðin stefna nú í átt …
Tveir ungir hjólagarpar við Jökulsárlón. Liðin stefna nú í átt að Skaftafelli. Ljósmynd/Erla Björnsdóttir

Hjólakraftur er kominn framhjá Jökulsárlóni og stefnir nú að Skaftafelli. 110 manns í 11 liðum hjóla í kring um landið í WOW Cyclothon.

Klukkan fjögur í morgun birti loksins til eftir vont veður í gærkvöldi. Þegar liðin voru að hjóla fram hjá Djúpavogi blasti við þeim sólskin og var mikil hamingja meðal liðsmannanna með það. Ólafur J. Stefánsson, einn fjölmargra sjálfboðaliða sem fylgja krökkunum í Hjólakrafti, segir það vera mikið afrek hvað þau séu komin ótrúlega langt.

Hann hefur fylgt Hjólakrafti í keppninni síðastliðin þrjú skipti og segir það vera mjög skemmtilegt. „Þetta er ótrúleg upplifun“. Hann segir það vera magnað að sjá hvernig krakkarnir vinna saman sem ein heild. 

Eitt liðanna býr sig undir að leggja af stað frá …
Eitt liðanna býr sig undir að leggja af stað frá Jökulsárlóni. Ljósmynd/Lukka Pálsdóttir
Það fer ekki á milli mála að krakkarnir í Hjólakrafti …
Það fer ekki á milli mála að krakkarnir í Hjólakrafti eru hetjur, en hver er þessi með skikkjuna? Ljósmyndari/Lukka Pálsdóttir
Hjólakraftsliðin voru stödd í sólskyni við Jökulsárlón fyrr í dag.
Hjólakraftsliðin voru stödd í sólskyni við Jökulsárlón fyrr í dag. Ljósmyndari/Jón M. Ragnarsson
Eitt liðanna kemur að Jökulsárlóni.
Eitt liðanna kemur að Jökulsárlóni. Ljósmyndari/Lukka Pálsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert