Aukning við flugvöllinn

Reisa á 200 herbergja hótel á BSÍ reitnum.
Reisa á 200 herbergja hótel á BSÍ reitnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík íhuga að heimila fleiri íbúðir í fyrirhuguðu hverfi við Reykjavíkurflugvöll en áður var miðað við.

Þegar hefur verið ákveðið að fjölga íbúðum á Hlíðarendasvæðinu, úr 600 í 780. Skammt frá stendur til að byggja nýtt hverfi í Skerjabyggð. Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, segir koma til greina að fjölga íbúðum þar. Nú sé miðað við 800-1.000 íbúðir. Fjölgi íbúðum þar um 30%, eins og á Hlíðarenda, gætu risið allt að 1.300 íbúðir í Skerjabyggð á næstu árum.

Þá er Háskólinn í Reykjavík að byggja 500-700 manna stúdentahverfi austar í Vatnsmýri. Vestan við flugvöllinn stendur til að byggja 230 stúdentaíbúðir í Vísindagörðum.

Milljarðaviðskipti Valsmanna

Knattspyrnufélagið Valur mun njóta góðs af fjölgun íbúða.

Þannig munu Valsmenn hf. og fjárfestar í sameiningu byggja um 170-180 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu.

Þær verða á svonefndum F-reit og má áætla að söluverð íbúðanna verði ekki undir 6,8-7,2 milljörðum.

Áformað er að uppbyggingu íbúða ljúki 2020-2021.

Borgin undirbýr sölu á svonefndum G-reit vestast á Hlíðarendareitum. Skv. heimildum Morgunblaðsins er verðmæti lóðarinnar 1-2 milljarðar. Hinum megin við Hringbraut hyggst borgin leyfa 200 herbergja hótel á BSÍ-reitnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert