Hóta að fjarlægja öll strætóskýlin

AFA JCDecaux á fjölda biðskýla á höfuðborgarsvæðinu. Nú hótar fyrirtækið …
AFA JCDecaux á fjölda biðskýla á höfuðborgarsvæðinu. Nú hótar fyrirtækið að fjarlægja þau öll vegna brots borgarinnar á samningnum um rekstur biðskýlanna. mbl.is/Brynjar Gauti

Reykja­vík­ur­borg er veitt­ur 14 daga frest­ur til að bregðast við samn­ings­broti á samn­ingi borg­ar­inn­ar og AFA JCDecaux, sem á og rek­ur öll biðskýli á höfuðborg­ar­svæðinu. Í bréfi frá lög­manni JCDecaux til borg­ar­inn­ar kem­ur fram að fyr­ir­tækið áskilji sér all­an rétt til að rifta samn­ingn­um og fjar­lægja öll biðskýli af höfuðborg­ar­svæðinu verði ekki gripið til viðeig­andi ráðstaf­ana.

Með sam­komu­lagi um rekst­ur biðskýla frá ár­inu 1998 skuld­bind­ur Reykja­vík­ur­borg sig til að heim­ila ekki aug­lýs­ing­ar utan á fast­eign­um í einka­eigu borg­ar­inn­ar og á borg­ar­land­inu í minna en 50 metra fjar­lægð frá aug­lýs­inga­skilt­um JCDecaux við biðskýli. 

Eru inn­an 50 metra radíuss frá skilt­um AFA JCDecaux

„Ljóst er að hið minnsta fjög­ur af átta aug­lýs­inga­skilt­um WOW air, við Hall­gríms­kirkju, við sund­laug­ina í Laug­ar­dal, á Lækj­ar­torgi og við Hlemm, eru í minna en 50 metra fjar­lægð frá aug­lýs­inga­skilt­um og götu­gögn­um um­bjóðanda und­ir­ritaðs,“ seg­ir í bréf­inu til borg­ar­lög­manns og er þar vísað til aug­lýs­inga­skilta WOW air við hjóla­stöðvarn­ar sem sett­ar voru upp fyrr í þess­um mánuði. JCDecaux lýsti yfir áhuga á að taka þátt í útboði vegna rekst­urs hjóla­leigu en rekst­ur­inn var aldrei boðinn út líkt og fjallað var um ít­ar­lega í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins í byrj­un mánaðar­ins.

„Rift­un samn­ings­ins mun hafa það í för með sér að umbj. und­ir­ritaðs mun fjar­lægja öll þau götu­gögn, sem til­greind eru í samn­ingi aðila. Þá áskil­ur fé­lagið sér full­an rétt til þess að krefja borg­ina um skaðabæt­ur vegna samn­ings­brots­ins,“ seg­ir þar enn frem­ur.

Ómar R. Valdi­mars­son, lögmaður JCDecaux á Íslandi, seg­ir að skaðabæt­urn­ar kunni að hlaupa á tug­um millj­óna þar sem fyr­ir­tækið verði af mikl­um aug­lýs­inga­tekj­um ef taka þarf niður öll skýli í borg­inni vegna samn­ings­brots­ins ári áður en samn­ing­ur­inn renn­ur út.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert