Klæðningin í Grenfell-turni notuð á Íslandi

Grenfell-turninn í London.
Grenfell-turninn í London. AFP

Klæðning sömu gerðar og notuð er í Grenfell-turninum í Lundúnum finnst einnig í eldri byggingum hér á landi, en hún er talin eiga stóran þátt í því að háhýsið varð alelda fyrr í þessum mánuði. Óskar Þorsteinsson, byggingaverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannviti, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið.

„Þetta er klæðning sem var notuð hér á Íslandi áður fyrr. Hún er ekki notuð ennþá og hefur ekki verið notuð lengi,“ segir Óskar. „Ég man eftir því að þessar klæðningar voru notaðar hér áður fyrr, en ég kannast ekki við það í neinum háhýsum. Þær eru til hérna í einhverjum byggingum,“ bætir hann við.

Við athugun í Bretlandi hafa fundist um 600 byggingar með svipaða klæðningu og var í Grenfell-turninum í Lundúnum, þar af eru þrjár eldfimar. Þá er engin skoðunarskylda hjá slökkviliðinu með íbúðarhúsnæði hér á landi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert