Segir borgina ekki brjóta samning

Beðið eftir strætó í rigningunni. Fyrirtækið sem á öll biðskýli …
Beðið eftir strætó í rigningunni. Fyrirtækið sem á öll biðskýli borgarinnar hótar að fjarlægja þau vegna meints brots Reykjavíkurborgar á samkomulagi þeirra á milli. Borgarlögmaður hafnar því að Reykjavíkurborg hafi brotið á samningnum. mbl.is/Golli

Borg­ar­lögmaður tel­ur Reykja­vík­ur­borg ekki brjóta gegn samn­ingi við AFA JCDecaux, sem á og rek­ur biðskýli borg­ar­inn­ar, með því að heim­ila WOW air að aug­lýsa þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins á aug­lýs­inga­skilt­um sem standa við hjóla­stöðvar WOW citybike sem eru á víð og dreif um borg­ina.

Fyrr í dag greindi mbl.is frá því að lögmaður JCDecaux hefði sent borg­ar­lög­manni bréf og kraf­ist úr­bóta vegna þess að aug­lýs­inga­skilti WOW air væru inn­an 50 metra radíuss frá biðskýl­um en í sam­komu­lagi milli fyr­ir­tæk­is­ins og borg­ar­inn­ar seg­ir að ekk­ert aug­lýs­inga­skilti megi vera í 50 metra fjar­lægð frá biðskýl­un­um.

Krist­björg Stephen­sen borg­ar­lögmaður staðfest­ir að bréfið hafi borist henni en ekki sé búið að svara því. Hún seg­ir borg­ina ekki vera að brjóta á samn­ingn­um þar sem WOW air sé ekki að aug­lýsa þjón­ustu þriðja aðila held­ur séu þetta upp­lýs­inga­skilti þar sem þjón­usta fé­lags­ins er aug­lýst.

„Viðkom­andi er bara að upp­lýsa um þá þjón­ustu sem hann rek­ur. Hann reynd­ar rek­ur einnig flug­fé­lag, en það er eins og það er,“ seg­ir Krist­björg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert