Féll í Fossá við veiðar

Fossá við Hjálparfoss í Þjórsárdal.
Fossá við Hjálparfoss í Þjórsárdal. fishinginiceland.com

Karl­maður var í dag flutt­ur með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á slysa­deild Land­spít­al­ans eft­ir að hann féll í Fos­sá við Hjálp­ar­foss í Þjórsár­dal. Maður­inn var við veiðar með bróður sín­um þegar at­vikið átti sér stað. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Suður­landi er hann ekki al­var­lega slasaður.

Þegar maður­inn féll í ána fyllt­ust vöðlur hans af vatni sem gerði það að verk­um að hann sökk í ána. Bróðir hans stökk út í á eft­ir hon­um og náði að koma hon­um upp á bakk­ann hinum meg­in.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu missti maður­inn meðvit­und um stund en rankaði fljót­lega við sér. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar mætti á staðinn klukk­an 13:40 og fékk hann aðhlynn­ingu hjá sjúkra­flutn­inga­mönn­um á staðnum áður en hann var flutt­ur á slysa­deild Land­spít­al­ans. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert