Ákærður fyrir manndráp

Slysið varð fyrir um tveimur árum við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
Slysið varð fyrir um tveimur árum við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. mbl.is/Rax

Skipstjóri hjólabáts, sem var bakkað á kanadíska konu við Jökulsárlón fyrir tveimur árum með þeim afleiðingum að hún lést, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem kom út í gær, kom fram að skip­stjórinn hafði ekki rétt­indi til stýra bátn­um. Þar seg­ir að bakk­mynda­vél, sem er í öll­um slík­um bát­um sem sigla á Jök­uls­ár­lóni, hafi verið biluð í bátn­um og svo hafi verið um nokk­urt skeið. Þá hafi hvorki skip­stjór­inn né ann­ar starfsmaður gengið úr skugga um að hættu­laust væri að aka aft­ur á bak. 

Í frétt RÚV kom fram að málið verði þingfest í Héraðsdómi Austurlands á mánudag. Þar segir að hinn ákærði sé 24 ára gamall, fæddur árið 1993. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert