Krónan sligar bílaleigur

Offjárfestingar og sterkt gengi ógna rekstri margra bílaleiga.
Offjárfestingar og sterkt gengi ógna rekstri margra bílaleiga. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það hef­ur verið mik­il offjár­fest­ing í þess­um geira. Menn munu súpa seyðið af því í haust. Það er mikið of­fram­boð af bíla­leigu­bíl­um,“ sagði Garðar K. Vil­hjálms­son, eig­andi Bíla­leig­unn­ar Geys­is, í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag. „Menn eru að keyra niður verð. Ég sé ekki annað en að ein­hverj­ar leig­ur týni töl­unni þegar kem­ur fram á vet­ur. Ég tala ekki um ef gengið þró­ast áfram eins og það hef­ur gert.“

Styrk­ing krón­unn­ar ger­ir tang­ar­sókn að bíla­leig­un­um. Óbreytt­ar verðskrár í er­lendri mynt skila tals­vert færri krón­um í kass­ann en áður vegna styrk­ing­ar krón­unn­ar. Þá hef­ur inn­kaupsverð bíla lækkað vegna styrk­ing­ar krón­unn­ar og það leiðir til lækk­un­ar á verði notaðra bíla. Viðbúið er að lækk­un á markaðsverði bíl­anna við end­ur­sölu muni rýra efna­hag bíla­leig­anna.

„Við hjá Bíla­leigu Ak­ur­eyr­ar ákváðum að fjölga ekki bíl­um í sum­ar,“ sagði Bergþór Karls­son, fram­kvæmda­stjóri Bíla­leigu Ak­ur­eyr­ar, sem sit­ur í bíla­leigu­nefnd Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar (SAF). Hann sagði sterka stöðu krón­unn­ar hafa ráðið mestu um að þeir héldu að sér hönd­um í bíla­kaup­um. Bergþór sagði bíla­leigu­nefnd SAF hafa áhyggj­ur af stöðunni og ætla að funda um hana í næstu viku.

Ítar­leg­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert