Finnur til með skipstjóranum

Shelagh Donov­an lét lífið við Jök­uls­ár­lón í hörmu­legu slysi.
Shelagh Donov­an lét lífið við Jök­uls­ár­lón í hörmu­legu slysi. Ljósmynd/Michael Boyd

Kan­adamaður­inn Michael Boyd, sem missti eig­in­konu sína í hörmu­legu slysi við Jök­uls­ár­lón fyrir tveimur árum, segist finna til með skipstjóra hjólabátsins sem ók yfir hana. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Eins og mbl.is fjallaði um í gær hefur skipstjórinn verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi.

Boyd sagði í ítarlegu viðtali við mbl.is í fyrra að honum þætti það „ger­sam­lega viðbjóðslegt“ að eng­inn hafi verið í sam­bandi við hann eft­ir slysið sem hafi verið hon­um og börn­um þeirra þrem­ur gíf­ur­legt áfall og miss­ir­inn ólýs­an­leg­ur. Þá sagði hann að ör­ygg­is­ráðstöf­un­um við lónið hafi verið veru­lega ábóta­vant.

Hann sagði í kvöldfréttum RÚV í kvöld að hann væri ánægður með að loksins væri eitthvað að gerast í málinu. Hann skilji ekki hvers vegna rannsóknin hefur tekið næstum tvö ár. Hann finni til með manninum, en hins vegar vegna aðgæsluleysis hafi hann orðið konu hans að bana.

Hafði ekki réttindi til að stýra bátnum

Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa, sem kom út á föstudag,

Hjónin voru í heim­sókn á Íslandi ásamt yngsta syni sínum þegar slysið varð. Þau höfðu ferðast um með þyrlu og stóðu á plani við lónið og fylgdust með þyrlunni lenda þegar bátnum var bakkað á þau. Sonurinn náði að stökkva frá bátnum, en hjónin lentu bæði undir honum. Annað afturhjól bátsins fór yfir hana og hún lést samstundis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert