Fluttur með þyrlu eftir vélhjólaslys

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hinn slasaða á sjúkrahús í Reykjavík.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hinn slasaða á sjúkrahús í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag vegna bifhjólaslyss sem varð á veginum milli Reykholts og Flúða. 

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurlandi var einn maður fluttur með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Slysið varð um kl. 15.30 og var þyrlan lent við Landspítalann fyrir kl. 17.

Ekki fengust frekari upplýsingar um slysið hjá lögreglunni að svo stöddu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert