Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag vegna bifhjólaslyss sem varð á veginum milli Reykholts og Flúða.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurlandi var einn maður fluttur með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Slysið varð um kl. 15.30 og var þyrlan lent við Landspítalann fyrir kl. 17.
Ekki fengust frekari upplýsingar um slysið hjá lögreglunni að svo stöddu.
Fréttin hefur verið uppfærð.