Ætla að annast kaup á námsgögnum

Kársnesskóli gerir foreldrum skólabarnanna lífið léttara.
Kársnesskóli gerir foreldrum skólabarnanna lífið léttara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kársnesskóli hefur í samstarfi við foreldrafélagið ákveðið að annast innkaup námsgagna fyrir alla nemendur skólans fyrir næst skólaár. Skólinn getur lagt til námsgögn til persónulega nota fyrir nemendur fyrir ákveðið gjald sem foreldrum stendur til boða að greiða inn á reikning foreldrafélagsins. 

Fyrir nemendur í 1.-4. bekk er gjaldið 4000 kr, fyrir nemendur í 5.-7. bekk er það 3800 kr. og 2500 kr. fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Innifalið í þessu gjaldi eru öll þau námsgögn sem hingað til hafa verið á innkaupalistum en foreldrar hafa val um að annast innkaupin sjálfir. 

Á heimasíðu Kársnesskóla segir að framtakinu sé ætlað að halda kostnaði foreldra við grunnskólagöngu barnanna í lágmarki og að það sé umhverfisvænna en hitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert