Hagkvæmari valkostur fyrir foreldra

Kostnaður við kaup á námsgögnum getur vegið þungt.
Kostnaður við kaup á námsgögnum getur vegið þungt. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við höfum fengið frábær viðbrögð. Frá því að við sendum út tilkynninguna fyrir einum og hálfum klukkutíma hef ég fengið 8-10 tölvupósta frá foreldum sem lýsa yfir mikilli ánægju með þetta,“ segir Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla. 

Greint var frá því á mbl.is að Kársnesskóli hefði tekið upp á því í samstarfi við foreldrafélagið að ann­ast inn­kaup náms­gagna fyr­ir alla nem­end­ur skól­ans fyr­ir næst skóla­ár. Skólinn hefur þegar fengið tilboð í námsgögnin. 

„Ég veit að fleiri skólar eru að taka þetta upp og margir eru með álíka fyrirkomulag á yngstu stigunum.“

Hugmyndin á rætur að rekja til bókunar menntaráðs Kópavogsbæjar í mars þar sem lagt var til að skólar tækju til greina að útvega nemendum námsgögn til þess að halda kostnaðinum í lágmarki. Björg telur að þetta verðir hagkvæmur valkostur fyrir bæði foreldrana og skólann. 

Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla í Kópavogi
Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla í Kópavogi Aðsend

„Foreldrar geta valið um að kaupa námsgögnin sjálfir en við bjóðum upp á þetta því við teljum þetta vera hagkvæmari kost. Síðan sparast pappír og nýtingin verður betri á námsgögnum frá einu ári til annars þar sem þetta verður allt eftir í skólanum.“

Hún telur ekki að framtakið sé á skjön við grunnskólalög sem kveða á um að skólaganga eigi að vera ókeypis vegna þess að tekið sé fram í 31. greininni að ekki sé um að ræða persónuleg gögn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert