Kærðu útboð á aðstöðu flugrútu

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ríkiskaup tilkynntu á opnunarfundi tilboða í útboði Isavia á aðstöðu fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar að opnun tilboða yrði frestað vegna kæru Félags hópferðaleyfishafa. Aðeins þrjú fyrirtæki lögðu inn tilboð, þar af fyrirtækin tvö sem nú nýta aðstöðuna.

Tvö fyrirtæki, Kynnisferðir og Gray line, hafa aðstöðu í og við flugstöðina til að þjóna flugfarþegum sem vilja taka rútuna á milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Þau hafa haft stæðin og sölubásana frá árinu 2011. Isavia bauð aðstöðuna nú út til fimm ára með heimild til að framlengja samninga um tvö ár til viðbótar.

Félag hópferðaleyfishafa kærði útboðið til kærunefndar útboðsmála í síðustu viku. Kæruatriðin eru nokkur en snúa aðallega að því að útboðslýsingin sé ónákvæm og til þess fallin að raska jafnræði bjóðenda. Vegna óvissuþátta gætu ýmis atriði tekið breytingum eftir því hvaða bjóðandi fengi samninga.

Þess er krafist að kærunefnd útboðsmála felli niður tiltekna útboðsskilmála eða breyti. Til vara er þess krafist að útboðið verði auglýst að nýju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka