Berskjaldaðri fyrir spákaupmönnum

Kæmi til þess að krón­an yrði tengd við gengi er­lends gjald­miðils, eins og til að mynda evr­unn­ar, gæti það leitt til þess að Íslend­ing­ar yrðu ber­skjaldaðri fyr­ir árás­um spá­kaup­manna sem aft­ur gæti leitt til þess að koma yrði á fjár­magns­höft­um á nýj­an leik til þess að bregðast við þeim. Þetta er á meðal þess sem fram kem­ur í nýrri skýrslu Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD) um Ísland, þar sem fjallað er um kosti og galla fast­geng­is­stefnu.

Vísað er í umræðu hér á landi um mögu­lega gengisteng­ingu krón­unn­ar við er­lend­an gjald­miðil, þá einkum evr­una, en sú umræða hef­ur einkum snú­ist um stefnu Viðreisn­ar um svo­nefnt myntráð. Sett­ur hafi verið á fót starfs­hóp­ur til þess að fara yfir pen­inga­stefnu lands­ins með það fyr­ir aug­um hvernig megi tryggja efna­hags­leg­an stöðug­leika til framtíðar. Mik­il­vægt sé fyr­ir Ísland að fara vand­lega yfir kosti og galla þess að taka upp breytta stefnu.

Bent hafi verið á að ekk­ert þróað hag­kerfi búi við jafn­lít­inn gjald­miðil og fljót­andi gengi án fjár­magns­hafta. Vís­bend­ing­ar séu um að frjálst flæði fjár­magns, sveigj­an­legt gengi og sjálf­stæð pen­inga­stefna geti hugs­an­lega ekki þrif­ist sam­hliða. Fast­geng­is­stefna geti fyr­ir vikið leitt til meiri fyr­ir­sjá­an­leika í geng­is­mál­um og verðstöðug­leika sem og minni verðbólguþrýst­ings. Enn frem­ur minni kostnaðar í gjald­eyrisviðskipt­um.

Kæmi ekki í veg fyr­ir sveifl­ur í raun­gengi

Hins veg­ar geti fast­geng­is­stefna einnig leitt til ákveðinna vanda­mála. Rifjað er upp að Ísland hafi eitt sinn búið við fast­gengi en líkt og í til­felli fleiri minni hag­kerfa hafi sú leið reynst ófær með tím­an­um. Fast­gengi myndi setja auk­inn þrýst­ing á önn­ur stjórn­tæki ís­lenskra stjórn­valda þar sem stýri­vext­ir yrðu að fylgja stýri­vöxt­um myntsvæðis­ins sem miðað væri við. Það þýddi þörf á aukn­um mótaðgerðum til þess að reyna að tryggja stöðug­leika.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og flokkur hans Viðreisn hafa talað fyrir …
Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra og flokk­ur hans Viðreisn hafa talað fyr­ir fast­geng­is­stefnu í gegn­um myntráð. mbl.is/​Hanna Andrés­dótt­ir

Fast­gengi myndi sömu­leiðis draga úr getu Íslands til þess að bregðast við ut­anaðkom­andi áföll­um og ekki koma í veg fyr­ir sveifl­ur í raun­gengi. Aðlög­un hag­kerf­is­ins yrði að eiga sér stað í gegn­um aðlög­un á inn­lend­um launa­markaði og á verðlagi sem geti bæði gengið hæg­ar fyr­ir sig og verið sárs­auka­fyllra vegna meiri sam­fé­lags­legs kostnaðar til skemmri tíma. Þátt fyr­ir sveigj­an­leika sé svig­rúm ekki mikið til þess á ís­lensk­um vinnu­markaði.

Eng­inn aug­ljós kost­ur sé fyr­ir hendi þegar komi að því að velja er­lend­an gjald­miðil vegna mögu­legr­ar gengisteng­ing­ar til þess að ná fram þeim efna­hags­áhrif­um sem talað sé um að gætu skilað sér með gengisteng­ingu. Meðal ann­ars vegna þess að áfangastaðir ís­lensks út­flutn­ings séu ekki þeir sömu og inn­flutn­ing­ur til lands­ins kem­ur einkum frá. Sama eigi við þegar komi að því að ákveða hvaða gengi skuli miða við í þeim efn­um.

Óbreytt fyr­ir­komu­lag raun­hæf­asti kost­ur­inn

Enn frem­ur er bent á að sá fyr­ir­sjá­an­leiki í geng­is­mál­um sem gert sé ráð fyr­ir að ná­ist fram með fast­geng­is­stefnu næði ekki til óvissu varðandi geng­is­sveifl­ur gagn­vart öðrum gjald­miðlum sem hefðu þýðingu fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf. Þá þýddi fast­gengi að Ísland byggi ekki við nauðsyn­leg­an stuðning frá pen­inga­stefnu viðmiðun­ar­lands­ins og að við þær aðstæður yrði nær út­lokað fyr­ir Ísland að stand­ast árás spá­kaup­manna á krón­una.

Hins veg­ar myndi aðild að stærra mynt­banda­lagi í gegn­um tví­hliða samn­ing skila sér í stofnana­legri um­gjörð og stuðningi. Kæmi til þess að póli­tísk­ur vilji stæði á ný til þess að ganga í Evr­ópu­sam­bandið breytti það mynd­inni þar sem inn­ganga í sam­bandið myndi þegar fram liðu stund­ir leiða til aðild­ar að evru­svæðinu. Þar með myndi Ísland njóta góðs af trú­verðug­leika pen­inga­stefnu svæðis­ins sem gæti leitt til meiri stöðug­leika og lægri vaxta.

Með hliðsjón af öllu sem að fram­an er nefnt er það mat OECD að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag pen­inga­mála, með krón­una og fljót­andi gengi, sé raun­hæf­asti kost­ur­inn sem Íslandi standi til boða eins og staðan sé í dag. Stofn­un­in bend­ir á að fljót­andi gengi krón­unn­ar verji ís­lenskt efna­hags­líf frá ut­anaðkom­andi áföll­um og geti auðveldað efna­hags­lega aðlög­un líkt og hafi gerst í kjöl­far banka­hruns­ins. Ísland hafi þannig rétt út kútn­um hraðar en mörg evru­ríki.

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert