Endurskoða samninga við Fjallið

Hafþór Júlíus Björnsson
Hafþór Júlíus Björnsson mbl.is/Golli

Styrktarsamningar Hafþórs Júlíusar Björnssonar, sem jafnan er kallaður Fjallið, við að minnsta kosti tvö fyrirtæki eru til skoðunar eftir viðtal sem Fréttablaðið tók við fyrrverandi kærustu og barnsmóður Hafþórs, Thelmu Björk Steimann. Í viðtalinu sem var birt um nýafstaðna helgi sakar hún Hafþór um að hafa ítrekað beitt sig líkamlegu ofbeldi meðan á sambandi þeirra stóð.

Vera Dagsdóttir, markaðsstjóri fiskverslunarinnar Hafsins, segir styrktarsamning Hafþórs við fyrirtækið vera til skoðunar. „Þetta er að sjálfsögðu í skoðun eins og alltaf þegar svona mál koma upp, en við eigum eftir að taka almennilega afstöðu til þess. Hvað kemur út úr því síðan eða hvort samningnum verður sagt upp get ég ekki sagt til um að svo stöddu.“

Í skriflegu svari frá markaðsdeild veitingastaðarins Gló er tekið í svipaðan streng. „Styrktarsamningar okkar eru gerðir til 6 mánaða í senn við fjölbreyttan hóp fólks. Tvisvar á ári er samsetningu styrkþegahópsins breytt að miklu leyti og renna allir samningar út nú um mánaðamótin. Við erum því að semja við nýja samstarfsaðila þessa dagana og er samningur Hafþórs til endurskoðunar.“

Undanfarin misseri hafa nokkrar konur stigið fram og sakað Hafþór um að hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hafþór hefur hafnað ásökunum og kveðst ekki hafa beitt barnsmóður sína né aðrar konur ofbeldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert