Hrundið af stað nýju „höfrungahlaupi“

Kristján Þórður Snæbjarnarson.
Kristján Þórður Snæbjarnarson. mbl.is/Styrmir Kári

Kjararáð, í umboði Alþing­is, hef­ur „hvell­sprengt“ laun­ar­amm­ann, að sögn for­manns Rafiðnaðarsam­bands Íslands. Hann seg­ir æðstu stofn­un lands­ins hafa hleypt af stað „nýj­asta höfr­unga­hlaup­inu“ sem aðilar vinnu­markaðar­ins hafi reynt að halda aft­ur af á síðustu árum.

Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son seg­ir ekki nóg með að Kjararáð hafi ákveðið að hækka veru­lega laun æðstu full­trúa rík­is­ins held­ur eigi launa­hækk­an­irn­ar að gilda langt aft­ur í tím­ann. Það sé eitt­hvað sem al­menn­ingi standi nán­ast aldrei til boða og þá sé stærðargráðan for­dæma­laus.

Með gríðarleg­um launa­hækk­un­um sem skila sér í vasa þeirra sjálfra þá gat Alþingi ekki tekið á þess­um mál­um, ekki vildu þeir skerða sinn hlut og báru við að Alþingi gæti ekki hlutast til um þessi mál. Það er rétt að Alþingi á ekki að hlutast til um að hækka laun alþing­is­manna eitt og sér en Alþingi get­ur ætíð stigið fram og stöðvað vit­leysu sem þessa og hefði bet­ur gert það,“ seg­ir Kristján í pistli á vef Rafiðnaðarsam­bands­ins.

Hann seg­ir að op­in­ber­ir starfs­menn muni eðli­lega sækja skýr viðmið í um­rædd­ar launa­hækk­an­ir og ein­greiðslur.

Hættu­merki eru þegar far­in að sjást í efna­hags­kerf­inu þó svo þau séu ekki eins al­var­leg og fyr­ir Hrunið en nauðsyn­legt er að halda rétt á spöðunum. Ljóst er að stjórn­völd í land­inu ætla ekki að gera það og því spyr maður eins og börn­in gera, af hverju eig­um við að halda aft­ur af okk­ur og sitja ein eft­ir? Kjara­samn­ing­ar munu losna í upp­hafi næsta árs að öll­um lík­ind­um sök­um sí­end­ur­tek­inna úr­sk­urða Kjararáðs. En ekki nóg með það að samn­ing­ar losni því ljóst er að hóp­ar munu eðli­lega sækja sér viðmið í þessa úr­sk­urði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert