Þrír voru fluttir á heilsugæslustöð eftir harða aftanákeyrslu á Snæfellsnesi nú skömmu eftir hádegi. Annar bílanna tveggja er talinn gjörónýtur eftir áreksturinn.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var bíllinn nánast kyrrstæður þegar hin bifreiðin kom aðvífandi en bílstjóri hennar náði ekki að forðast árekstur í tæka tíð.
Bíllinn mun hafa staðnæmst til að hleypa andarungum yfir þjóðveginn. Enginn var alvarlega slasaður eftir því sem mbl.is kemst næst.