Reykjavík ein sú dýrasta í heimi

Reykjavík skipar fimmta sætið á lista yfir dýrustu borgirnar þegar …
Reykjavík skipar fimmta sætið á lista yfir dýrustu borgirnar þegar kemur að gistingu í leiguíbúð. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ólíkar borgir en þær eiga það sameiginlegt hversu dýrt er að gista þar. Miami og Reykjavík eru meðal fimm dýrustu áfangastaða samkvæmt gistivísitölu Bloomberg (Bloomberg World Airbnb Cost Index) sem nær til yfir 100 borga í heiminum.

Reykjavík skipar fimmta sæti listans en Miami er dýrust þegar horft er á gistingu í leiguíbúðum. Miðað er við tvo í gistingu. Boston er í öðru sæti, Dubai í því þriðja og San Francisco í fjórða. 

Þegar farið er yfir hótelvísitölu Bloomberg (Bloomberg World Hotel Index) skipar Reykjavík fjórða sætið en hér er viðmiðið þriggja stjörnu hótel hið minnsta. Miami er hér í sjöunda sæti en San Francisco er dýrust. Síðan kemur  Los Angeles og Boston er í þriðja sæti listans.

Bloomberg fjallar um auknar vinsældir Reykjavíkur sem áfangastaðar ferðamanna. Meðal annars vegna þáttaraðarinnar Game of Thrones. 

Frétt Bloomberg í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert