Sprenging í vændi á Íslandi

mbl.is/Árni Torfason

Gíf­ur­leg aukn­ing hef­ur orðið í sölu vænd­is á Íslandi. Snorri Birg­is­son, lög­reglu­full­trúi hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir að spreng­ing hafi orðið í fram­boði á vændi hér á landi á síðustu 18 mánuðum.

„Við get­um al­veg full­yrt að það er aukn­ing á vænd­is­starf­sem­inni hér á landi og það eru aðallega er­lend­ar kon­ur og trans­kon­ur sem koma hingað til lands til að bjóða þjón­ustu sína.“

Að sögn Snorra fer vændið m.a. fram í svo­kölluðum vændis­íbúðum í Reykja­vík en talið er ör­uggt að hluti starf­sem­inn­ar sé tengd­ur skipu­lögðum glæpa­sam­tök­um.

„Lög­regl­an legg­ur áherslu á að rann­saka þolend­ur í þess­um mál­um og skoða hvort um man­sal sé að ræða,“ seg­ir Snorri en sönn­un­ar­færsla í mál­um sem þess­um get­ur verið mjög erfið.

Hann seg­ir að vændið sé að mestu aug­lýst á er­lend­um fylgd­arsíðum og í lokuðum Face­book-hóp­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert