Umsókn skoðuð á grundvelli nýrra upplýsinga

Útlendingastofnun gefur út tilkynningu vegna máls Bala Kamallakharan.
Útlendingastofnun gefur út tilkynningu vegna máls Bala Kamallakharan. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Útlendingastofnun staðfestir að mál Bala Kamallakharan, sem synjað var um ríkisborgararétt, sé í skoðun. Ákvörðun Útlendingastofnunar byggir á umsögn frá lögreglu og í tilfelli Bala er nú til skoðunar hvort umsögnin byggi á réttum upplýsingum.

Berist Útlendingastofnun nýjar upplýsingar um málið frá lögreglu verður um umsóknin skoðuð á grundvelli þeirra. Útlendingastofnun áréttar að ákvarðanir séu teknar á grundvelli laga og þeirra ganga sem berast. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Útendingastofnunar.

Ekki synjað á grundvelli einnar sektar

Fram kemur að einstaklingum er ekki synjað um ríkisborgararétt vegna einnar sektar að upphæð lægri en 50.000 krónur. Sé sektin hærri hefur hún þó í för með sér biðtíma. Ef um endurteknar sektir er að ræða, að lægri fjárhæð en 101.000 krónum, er heimilt að veita ríkisborgararétt að öðrum skilyrðum uppfylltum.

Sjá nánar um grunnskilyrði vegna ríkisborgararéttar. 

Afgreiðslutími 6-8 mánuðir

Meðalafgreiðslutími umsókna um ríkisborgararétt er 6-8 mánuðir eftir að umsókn er lögð inn. Þegar umsókn hefur verið afgreidd er umsækjandi upplýstur um ákvörðun og ef um synjun er að ræða er ástæða synjunar tekin fram.

Tilkynning Útlendingastofnunar í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert